Nýjungar og framtíðarsýn á sviði velferðartækni

Mynd: ÖA.
Mynd: ÖA.

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór S. Guðmundsson, flutti nýverið fræðsluerindi um áherslur, nýjungar og framtíðarsýn á sviði velferðartækni fyrir vinnuhóp á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Tilefnið var að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa efnt til samstarfs sveitarfélaganna og hagsmunaaðila um velferðartækni. Í erindinu fjallaði Halldór um þróunina og þær miklu tæknilegu breytingar sem eru að eiga sér stað í velferðarþjónustu á Norðurlöndunum, bæði á heimilum fólks og í upplýsinga og samskiptakerfum sem miðar að skilvirkari þjónustu, minni sóun á tíma og mannauð, auknu sjálfstæði og lífsgæðum notenda.

Halldór var fyrir hönd Akureyrarkaupstaðar, fulltrúi í Connect, norrænum verkefnahópi, sem árið 2017 gaf út handbók um innleiðingu velferðartækni og hélt kynningar- og umræðufundi í 10 sveitarfélögum á öllum Norðurlöndunum, þ.m.t. á Akureyri þann 26. maí og Reykjavík 29. Maí 2017.

Heimasíða Connect-verkefnisins.

Handbók um innleiðingu velferðartækni.

Velferðartækni og eldra fólk á Pinterest.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan