- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
Í gær var haldinn sérstakur kynningarfundur fyrir verktaka á lausum lóðum í 1. áfanga Móahverfis. Rétt innan við 20 manns sóttu fundinn í Ráðhúsi Akureyrarbæjar og annar eins fjöldi fylgdist með í gegnum fjarfundarbúnað.
Á fundinum fjallaði skipulagsfulltrúi bæjarins, Pétur Ingi Haraldsson, um forsendur úthlutunar lóða, hvernig úthlutunarferlið gengur fyrir sig og hvaða lóðir er um að ræða í þessum 1. áfanga. Hæsta boði í byggingarrétt á tilgreindum lóðum verður tekið.
Töluverður fjöldi fyrirspurna um lóðaúthlutun til verktaka í þessu nýja hverfi hefur nú þegar borist skipulagsdeild Akureyrarbæjar og sýndu fundarmenn mikinn áhuga á því fyrirkomulagi sem verður viðhaft. Opið er fyrir tilboð í umræddar lóðir til hádegis fimmtudaginn 30. mars og kl. 14 þann sama dag verða tilboðin opnuð.
Nánari upplýsingar um 1. áfanga Móahverfis og þær lóðir sem um ræðir.