Nýir klúbbar hjá félagsmiðstöðvunum á Akureyri

FÉLAK býður nú upp á klúbbana Stjána og Stellu sem eru kynjaskiptir klúbbar fyrir 7. bekk og einnig klúbbinn Skipper fyrir krakka í 5. og 6. bekk. Klúbbarnir eru opnir öllum nemendum í grunnskólum Akureyrar sem vilja kynnast fleirum og fara í allskonar leiki í félagsmiðstöðinni. Starfið miðar að því að veita börnum öruggt, þægilegt og skemmtilegt umhverfi til að njóta sín í hópi annarra barna undir handleiðslu fullorðinna. Farið er í allskonar leiki til að þjálfa þátttakendur í jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum ásamt því að efla sjálfstraust þeirra og öryggi í framkomu.

Með þátttöku í klúbbnum fá börnin tækifæri á að kynnast félagsmiðstöðinni og hafa þannig forskot þegar á elsta stig grunnskólans er komið því þá er félagsmiðstöðin þeim ekki ókunn og þau vonandi á heimavelli.

Þátttaka í klúbbnum er ókeypis. Skráningu lýkur 16. janúar og takmarkaður fjöldi kemst að í hvern klúbb. Til að fá nánari upplýsingar er hægt að senda póst á netfangið fanneykr@akureyri.is  eða olafiag@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?