Ný heimasíða í loftið

Skömmu fyrir áramót var opnuð ný útgáfa heimasíðunnar Visitakureyri.is en starfsfólk Akureyrarstofu hefur unnið að uppfærslu og endurbótum hennar síðustu mánuðina.

Á síðunni er að finna upplýsingar um afþreyingarkosti í sveitarfélaginu (Akureyri, Hrísey og Grímsey), veitingastaði og gistingu, samgöngur og ýmislegt annað sem nýst getur bæði heimafólki og ferðamönnum eins og t.d. afgreiðslutíma og afþreyingarkosti eftir árstíðum. Einnig er á myndrænan hátt birt yfirlit yfir helstu viðburði sem höfðað gætu til alls almennings.

Síðan er bæði á ensku og íslensku.

Smelltu hér til að skoða nýja útgáfu Visitakureyri.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan