Ný brunavarnaáætlun undirrituð

Frá undirritun áætlunarinnar í morgun. Frá vinstri: Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri, Björn Karls…
Frá undirritun áætlunarinnar í morgun. Frá vinstri: Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri, Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Í morgun var undirrituð ný brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði Slökkviliðs Akureyrar. Starfssvæði SA nær yfir fjögur sveitarfélög þ.e. Akureyrarbæ þ.m.t. Hrísey og Grímsey, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp.

Rekstur slökkviliðs utan Akureyrar byggir á samningum við sveitarfélögin þrjú og formlegt samstarf er við Slökkvilið Grýtubakkahrepps, Slökkvilið Þingeyjarsveitar og Isavia á Akureyrarflugvelli. Íbúafjöldi á starfssvæðinu er 20.324 og stærð þess er 2.861 km².

Brunavarnaáætlun leggur grunninn að gæðastjórnun og úttekt á starfsemi slökkviliðs fyrir þá aðila sem bera ábyrgð á brunavörnum í hverju sveitarfélagi. Áætlunin auðveldar einnig íbúum sveitarfélagsins að fá upplýsingar um veitta þjónustu, skipulag slökkviliðs og markmið með rekstri þess í sveitarfélaginu.

Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akureyrar 2018-2022.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan