Norræn spilavika á Akureyri

Norræna spilavikan fer fram 5.-11. nóvember. Markmið vikunnar er að kynna spil og spilamenningu í sinni fjölbreyttustu mynd. Boðið verður upp á ýmsa spilatengda viðburði og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi; borðspil, félagsvist, barsvar, skiptimarkaður með spil og púsl, skraflkeppni og margt fleira.

Dagskrána í heild sinni er að finna á Visitakureyri.is.

Að Norrænu spilavikunni á Akureyri standa Akureyrarstofa/Akureyrarbær, Amtsbókasafnið, FÉLAK (félagsmiðstöðvar Akureyrar), Gil kaffihús, Félag hugleikjaáhugamanna í MA, Iðnaðarsafnið á Akureyri, Kaktus, Myndlistarfélagið, Sjónarspil, Skákfélag Akureyrar, Ungmennahúsið í Rósenborg og Öldrunarheimili Akureyrar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan