Norðurorka styrkir skólaþróun

Styrkþegar eða fulltrúar þeirra að lokinni úthlutun. Mynd: Auðunn Níelsson / Norðurorka.
Styrkþegar eða fulltrúar þeirra að lokinni úthlutun. Mynd: Auðunn Níelsson / Norðurorka.

Samfélagsstyrkjum Norðurorku var úthlutað í síðustu viku og var tveimur þeirra veitt til skólaþróunarstarfs á Akureyri.

Naustaskóli fékk styrk til kaupa á talgervlum og fræðslu á notkun annarra forrita sem styðja við lestrarkennslu og forritunarverkefni Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri fékk styrk til þess að kaupa Bee-Bot og Blue-Bot en það eru forritanleg vélmenni. Vélmennin henta vel til forritunarkennslu í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla. Bee-Bot og Blue-Bot munu sóma sér vel meðal annarra vélmenna á Snjallvagni MSHA. Á döfinni er að halda snjallsmiðjur og verða þær auglýstar innan tíðar.

Frétt Norðurorku um samfélagsstyrkina.

Nánari upplýsingar um Bee-Bot og Blue-Bot.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan