Niðurstöður þjónustukönnunar 2021

Gallup kannar árlega viðhorf íbúa gagnvart þjónustu sveitarfélaga og nú liggja fyrir niðurstöður ársins 2021. 20 stærstu sveitarfélögin voru mæld, Akureyrarbær þar á meðal, og er spurt um 12 mismunandi málaflokka.

Sem fyrr koma umhverfismál einna best út hjá Akureyrarbæ sem endurspeglar áherslu sveitarfélagsins á að vera í fararbroddi á því sviði. Að þessu sinni var spurt sérstaklega um ýmsa þætti umhverfismála, svo sem sorphirðu, loftmengun og umhverfisvænar samgöngur, og eru íbúar yfir meðaltali ánægðir með þessa málaflokka.

Mikill meirihluti íbúa Akureyrarbæjar er samkvæmt könnuninni frekar eða mjög ánægður með sveitarfélagið sem stað til að búa á.
Niðurstöður varpa hins vegar ljósi á tækifæri til úrbóta á ýmsum sviðum. Á heildina litið stendur ánægja með þjónustu sveitarfélagsins í stað eða minnkar lítillega milli ára.

Mikilvægt er að fá fram sjónarmið íbúa svo hægt sé að bregðast við og gera betur til þess að auka ánægju með þjónustuna. Bæjarráð tók könnunina fyrir í gær og beindi því til sviða og ráða að taka niðurstöður til umfjöllunar og úrvinnslu.

Hér er hægt að skoða niðurstöður könnunarinnar. 
Hér er hægt að skoða niðurstöður sem snúa að umhverfismálum

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan