Niðurstöður sveitarstjórnarkosninga

Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Akureyringar líkt og aðrir landsmenn gengu að kjörborðinu laugardaginn 26. maí og kusu nýja bæjarstjórn.

Niðurstöður kosninganna í sveitarfélaginu eru þessar:

Á kjörskrá á Akureyri voru 13.702. Talin atkvæði voru 9.083 og kjörsókn því 66,3%.

B-listi Framsóknarflokks 1.530 atkvæði.
D-listi Sjálfstæðisflokks 1.998 atkvæði.
L-listinn, bæjarlisti Akureyrar 1.828 atkvæði.
M-listi Miðflokksins 707 atkvæði.
P-listi Pírata 377 atkvæði.
S-listi Samfylkingarinnar 1.467 atkvæði.
V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs 820 atkvæði.

Auðir seðlar voru 319 og ógildir 37.

Bæjarfulltrúar eru (í stafrófsröð):

Andri Teitsson (L)
Dagbjört Elín Pálsdóttir (S)
Eva Hrund Einarsdóttir (D)
Guðmundur Baldvin Guðmundsson (B)
Gunnar Gíslason (D)
Halla Björk Reynisdóttir (L)
Hilda Jana Gísladóttir (S)
Hlynur Jóhannsson (M)
Ingibjörg Isaksen (B)
Sóley Björk Stefánsdóttir (V)
Þórhallur Jónsson (D)

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan