Niðurstaða bæjarstjórnar – Deiliskipulagsbreyting Hesthúsahverfisins í Breiðholti

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 2. febrúar 2021 samþykkt deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í deiliskipulaginu felst að í lóð nr. 6 við Breiðholtsveg verður yfirbyggt reiðgerði. Reiðgerðið er um 18m í þvermál og vegghæð u.þ.b. 3m og mesta hæð um 5,5 m. Kerrustæði á svæðinu er minnkað sem nemur 4 stæðum.

Tillagan var auglýst frá 28. október til 2. desember 2020. Athugasemdir bárust sem leiddu til breytinga á skipulaginu. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð.

Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsingar hjá Akureyrarbæ hér
Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem eru birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar.
17. febrúar 2020
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan