Nemendur gegn kynþáttamisrétti

Í dag er alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisrétti og af því tilefni gengu nemendur úr Oddeyrarskóla fylktu liði frá skólanum sínum og niður að Ráðhúsi til að faðma það. Nemendurnir héldust í hendur góða stund og mynduðu keðju umhverfis húsið.

Alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisrétti er haldin 21. mars ár hvert. Af því tilefni er um alla Evrópu haldnir viðburðir fyrir fjölbreytileika undir yfirskriftinni Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti. Skilaboðin eru skýr: "Það er bannað að mismuna vegna útlits eða uppruna. Njótum þess að vera ólík og alls konar."

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan