Naustaskóli er 10 ára!

Mynd frá þemadögum í Naustaskóla
Mynd frá þemadögum í Naustaskóla

Naustaskóli fagnar um þessar mundir 10 ára afmæli. Haldið var upp á stórafmælið á föstudaginn með opnu húsi í skólanum. Nemendur sýndu atriði á sviði og gátu gestir skoðað fjölbreytt verkefni frá þemadögum. Kaffihúsastemming var í salnum og fjölmargir gæddu sér á dýrindis vöfflum sem nemendur 10. bekkjar seldu í fjáröflunarskyni.

Mikið líf og fjör hefur verið í Naustaskóla undanfarið. Nýlega voru þemadagar þar sem nemendur unnu hin ýmsu verkefni, bæði úti og inni. Nemendur og starfsfólk tóku til dæmis höndum saman og saumuðu í búta falleg og hvetjandi orð í anda jákvæðs aga. Bútarnir voru svo saumaðir saman og er afraksturinn glæsilegt vegglistaverk í íslensku fánalitunum.

Naustaskóli er yngsti grunnskólinn á Akureyri. Þegar starfsemin hófst haustið 2009 voru 153 nemendur í 1.-7. bekk. Í dag eru 390 nemendur í skólanum og starfsmenn í kringum 80 talsins. Framsækni einkennir Naustaskóla og er mikil áhersla lögð á fjölbreytni í kennsluaðferðum. Frá 2. bekk er kennt í aldursblönduðum hópum og er mikil áhersla á teymisvinnu. Markmiðið er fyrst og fremst að stuðla að námi við hæfi hvers og eins, auk þess að styðja við félagsþroska nemanda.

Til hamingju með afmælið, nemendur og starfsfólk Naustaskóla! 

Hér eru nokkrar myndir frá þemadögum sem voru að þessu sinni með afmælissniði:

   

  

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan