Naustahverfi 2. áfangi, Brekatún 2 og 4-14 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis 2. áfanga.
Skipulagssvæðið nær til lóða nr. 2-14 við Brekatún. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að lóð Brekatún 4-14 stækki til norðvesturs að Tjarnarhól til þess að koma fyrir byggingarreit fyrir 12 bílgeymslur. Vegna stækkunar lóðar Brekatún 4-14 er lóð Brekatúns 2 minnkuð um 5m til austurs.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð er til sýnis á 1. hæð, í Ráðhúsi Akureyrarkaupstaðar, frá 3. október til 14. nóvember 2018, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu bæjarins: www.akureyri.is – neðst á forsíðu undir: Auglýstar tillögur
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 14. nóvember 2018 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
3. október 2018
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan