Nagladekkin úr umferð

Akureyrarbær vill minna ökumenn á að notkun nagladekkja er bönnuð frá og með 15. apríl til og með 31. október nema þeirra sé þörf vegna akstursaðstæðna.

Nagladekk auka kostnað á viðhaldi gatna með því að slíta malbikið hundraðfalt hraðar en önnur dekk. Einnig auka þau eldsneytiskostnað bifreiða, valda óþarfa hávaða og draga úr loftgæðum með mengun. 

Tökum því nagladekkin úr umferð eigi síðar en 15. apríl.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan