Munið klippikortið

Klippikort
Klippikort

Fasteignaeigendur eru minntir á klippikortin sem fást afhent í þjónustuveri Akureyrarbæjar að Geislagötu 9.

Hver fasteignaeigandi getur fengið afhent eitt kort árlega gegn framvísun skilríkja og veitir það aðgang að gámasvæðinu við Réttarhvamm og losunar á allt að 4 m³ af gjaldskyldum heimilisúrgangi. 

Leigjendur íbúðarhúsnæðis verða að nálgast kort hjá leigusala eða kaupa sér kort í þjónustuverinu. 

Eldri kort má nýta áfram þar sem þau hafa engan fyrningadag og hægt er að nálgast ný kort hvenær sem er á árinu 2020.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan