Munið Barnamenningarhátíðina

Fjölskylduleiðsögn í Listasafninu á Akureyri á Barnamenningarhátíð 2023. Ljósmynd: Almar Alfreðsson.
Fjölskylduleiðsögn í Listasafninu á Akureyri á Barnamenningarhátíð 2023. Ljósmynd: Almar Alfreðsson.

Frestur til að sækja um styrki vegna verkefna og viðburða sem tengjast Barnamenningarhátíð á Akureyri 2024 rennur út á miðnætti miðvikudaginn 22. nóvember nk.

Hátíðin verður haldin í sjöunda sinn í apríl 2024. Börn og ungmenni eru sérstaklega hvött til að sækja um.

Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar á akureyri.is. Athugið að einungis er hægt að opna umsóknina rafrænum skilríkjum. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér vel verklagsreglur um stuðning Akureyrarbæjar við viðburði á Barnamenningarhátíð á Akureyri sem er að finna HÉR.

Nánari upplýsingar um Barnamenningarhátíð á Akureyri 2024 á barnamenning.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan