Deiliskipulag Móahverfis - auglýsing birt í B-deild

Móahverfi
Móahverfi

Eins og áður hefur komið fram að þá samþykkti Bæjarstjórn tillögu að deiliskipulagi Móahverfis í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 10. maí 2022. Hér má sjá samþykkta deiliskipulagstillögu og greinargerð er hægt að sjá hér.

Deiliskipulagstillagan var auglýst samhliða breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 frá 9. mars til 25. apríl 2022 og bárust fjórar athugasemdir. Deiliskipulagið með þeim breytingum sem gerðar voru í kjölfar athugasemda var sent til Skipulagsstofnunar og birt í B-deild stjórnartíðinda þann 20. júní 2022 og öðlast þegar gildi. Auglýsing sem birt var má sjá hér.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til þjónustu- og skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 eða sent fyrirspurn á netfangið skipulag@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan