Mjúk og litrík sýning í Listasafninu

Þátttakendur í textílvinnustofunni. Mynd: Almar Alfreðsson.
Þátttakendur í textílvinnustofunni. Mynd: Almar Alfreðsson.

Um síðustu helgi fór fram í Listasafninu á Akureyri fyrsta listvinnustofa verkefnisins Allt til enda - listvinnustofur barna. Textíllistakonan Lilý Erla Adamsdóttir kenndi börnum á aldrinum 8-12 ára einföld útsaumsspor og aðferðir við gerð mismunandi áferðar með garni. Börnin tóku virkan þátt í öllu ferlinu, allt frá því að leita sér innblásturs, skapa verkið í samstarfi við Lilý Erlu, hengja upp og sýna afraksturinn á sérstakri sýningu sem sett var upp í safnfræðslurými Listasafnsins.

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands og Akureyrarbæ. Þar fá börn á grunnskólaaldri tækifæri til að láta ljós sitt skína á sinni eigin sýningu sem þau búa til og undirbúa frá upphafi til enda.

Næsta listvinnustofa verkefnisins verður haldin 27.-28. febrúar en það er grímusmiðja með Ninnu Þórarinsdóttur barnamenningarhönnuði. Allar nánari upplýsingar má finna á www.listak.is.

Sýnendur textílvinnustofunnar eru:

Arndís Margrét Magnúsdóttir (f. 2012)
Elínborg Una Árnadóttir (f. 2010)
Eyja B. Guðlaugsdóttir (f. 2010)
Helga Hólm Sturludóttir (f. 2013)
Hildur Ágústsdóttir (f. 2012)
Júníana Westin (f. 2010)
Katrín Karlinna Sigmundsóttir (f. 2008)
Mía Almarsdóttir (f. 2012)
Roxanna Kittý Morales Þórólfsdóttir (f. 2010)
Snædís Hanna Jensdóttir (f. 2008)

Hægt er að sjá sýningu barnanna til 21. febrúar.

Allt til enda er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, Akureyrarstofu og Barnamenningarsjóðs Íslands.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan