Mikill áhugi á nýju leiðaneti - uptaka frá kynningarfundi

Skjáskot af upptöku.
Skjáskot af upptöku.

Rafrænn kynningarfundur um nýtt leiðanet Strætisvagna Akureyrar var haldinn í gær, 11. nóvember. Fundurinn var vel sóttur af íbúum og komu fram margar áhugaverðar spurningar og vangaveltur.

Hér er hægt að horfa á upptöku af kynningarfundinum. 

Hrafn Svavarsson forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar bæjarins sagði frá tilurð verkefnisins og helstu markmiðum og Daði Baldur Ottósson, samgönguverkfræðingur hjá Eflu, kynnti fyrstu tillögur að nýju leiðaneti. Fundargestir gátu komið á framfæri spurningum og athugasemdum og var seinni hluti fundarins notaður til að svara þeim. Jón Þór Kristjánsson, verkefnastjóri upplýsingamiðlunar hjá Akureyrarstofu, var fundarstjóri og stýrði umræðum. 

Ljóst er að mikill áhugi er á endurskoðun leiðakerfisins og hafa fyrstu tillögur vakið athygli. Fjölmargar ábendingar hafa borist í gegnum gagnvirkt kort og samráðssvæði og í gegnum netfangið nyttleidanet@akureyri.is. Því ber að fagna, enda skiptir miklu máli að sem flestir íbúar taki þátt í mótun leiðanetsins svo að niðurstaðan verði sem best. Óskað er eftir ábendingum til og með 18. nóvember, en í kjölfarið verða tillögurnar endurskoðaðar. Allar upplýsingar um nýtt leiðanet SVA eru á vefsvæði verkefnisins sem er aðgengilegt hér. 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan