Mikill áhugi á að starfa hjá Akureyrarbæ

Akureyri. Mynd: Auðunn Níelsson
Akureyri. Mynd: Auðunn Níelsson

Í ágúst síðastliðnum bárust 464 umsóknir um 24 auglýst störf hjá Akureyrarbæ. Þrjár af hverjum fjórum umsóknum voru frá konum, en fjórðungur frá körlum.

Fjölmargir vinnustaðir heyra undir Akureyrarbæ og eru störfin afar fjölbreytt, milli sviða og innan, svo sem í fræðslu-, velferðar-, menningar-, íþrótta-, skipulags- og mannvirkjamálum sem og í stoðþjónustu sveitarfélagsins. Þetta eru bæði almenn og sértæk störf þar sem starfsreynsla og menntun spila stórt hlutverk í að styrkja þjónustu sveitarfélagsins. Miklu máli skiptir fyrir stofnanir bæjarins að hafa á að skipa færu fólki.

Í ársskýrslu Akureyrarbæjar má finna ýmsar upplýsingar um stöðugildi, atvinnuauglýsingar og umsóknir. Þar kemur meðal annars fram að síðustu þrjú árin voru að meðaltali birtar 298 auglýsingar á ári um laus störf hjá Akureyrarbæ. Atvinnuauglýsingum fjölgaði um 24% milli 2016 og 2017 en fækkaði svo eilítið í fyrra.

Auglýsingar 2016-2018

Áhugavert er að skoða nokkurra ára þróun atvinnuauglýsinga í ágúst, því hún gefur vísbendingu um mönnun fyrir komandi vetur. Árið 2016 voru 15 auglýsingar birtar í ágúst, en þær rúmlega tvöfölduðust árið eftir. Síðan hefur þeim fækkað aftur og voru 24 störf auglýst í ágúst síðastliðnum.

Auglýsingar í ágúst

Þar að auki bárust 70 almennar umsóknir um tímabundin störf og afleysingar í ágúst, 87% frá konum og 13% frá körlum. Slíkar umsóknir eru mikilvægar ef aðstæður krefjast þess að starf sé mannað tímabundið með skjótum hætti.

 

Hér má finna upplýsingar um laus störf hjá Akureyrarbæ. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan