- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
Hríseyjahátíðinni lauk á sunnudag. Rétt rúmlega 1.000 manns sóttu Hrisey heim á þessum dögum og segja má að íbúafjöldinn hafi áttfaldast um helgina.
Dagskráin var fjölbreytt, allt frá skemmtidagská í félagsheimilinu Sæborg, garðakaffi heima í görðum Hríseyinga, rabarbarafestival og klukkustrengjasýning, óvissuferðir, ratleikur og tónleikar.
Á laugardeginum sem var hápunktur hátíðarinnar var boðið upp á dagskrá í dásemdarblíðu og sól á hátíðarsvæðinu með tónlist og viðburðum á sviði, kaffisölu, hópakstri traktora, kvöldvöku, varðeldi og síðan dansað fram á nótt.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á laugardeginum.