Mikil gleði í Hrísey

Myndir: María H. Tryggvadóttir
Myndir: María H. Tryggvadóttir

Hríseyjahátíðinni lauk á sunnudag. Rétt rúmlega 1.000 manns sóttu Hrisey heim á þessum dögum og segja má að íbúafjöldinn hafi áttfaldast um helgina.

Dagskráin var fjölbreytt, allt frá skemmtidagská í félagsheimilinu Sæborg, garðakaffi heima í görðum Hríseyinga, rabarbarafestival og klukkustrengjasýning, óvissuferðir, ratleikur og tónleikar.

Á laugardeginum sem var hápunktur hátíðarinnar var boðið upp á dagskrá í dásemdarblíðu og sól á hátíðarsvæðinu með tónlist og viðburðum á sviði, kaffisölu, hópakstri traktora, kvöldvöku, varðeldi og síðan dansað fram á nótt.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á laugardeginum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan