Miðbær – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Miðbær – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir miðbæ Akureyrar.

Skipulagssvæðið afmarkast af Glerárgötu, Kaupvangsstræti, Skipagötu, Hofsbót og Strandgötu. Leiðarljós núverandi skipulags eru óbreytt og er markmiðið sem fyrr að nýta betur opið landrými á milli Skipagötu og Glerárgötu með nýjum húsaröðum, stækka þannig miðbæinn og bæta tengingu við höfnina og Hof með rúmgóðum austur-vestur gönguásum. Helstu breytingar frá gildandi skipulagi eru að Glerárgata verður áfram 2 + 2 vegur í núverandi legu en með þrengingu og veglegri gönguþverun, afmarkað er pláss fyrir nýjan hjólastíg eftir Skipagötu, byggingarreitir eru aðlagaðir að breytingum á Glerárgötu og Skipagötu, heimiluð hæð hluta húsa hækkar og þakform breytist. Gert er ráð fyrir að hluti Skipagötu verði einstefna til suðurs og að það sama muni gilda um Hofsbót frá Skipagötu að Strandgötu.

Hægt er að skipulagsgögnin hér:

uppdráttur

skýringaruppdráttur

greinargerð

vindgreining 

vindgreining minnisblað

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 21. apríl 2021. Athugasemdum er hægt að skila með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram eða skriflega til skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9.

Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsingar hjá Akureyrarbæ hér
Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem eru birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan