Miðbær - Gilsbakkavegur 15 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Miðbær - Gilsbakkavegur 15 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu sem nær til lóðarinnar Gilsbakkavegar 15 og svæðis suður af henni.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir heimilt verði að byggja við suðurhlið húss allt að 100 m2. Hluti Gilsbakkavegar og bílastæði hliðrast til suðurs og stoðveggur kemur við suðurhlið bílastæða niður að lóðarmörkum Kaupvangsstrætis 14-16. Byggingarreitur stækkar 5 metra til suðurs og stækkar lóðin samhliða þeirri stækkun.
Hægt er að skoða tillöguna hér og skuggavarpsmyndir hér og hér.
Frestur til að gera athugasemd við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 22. júlí 2020 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

18. júní 2020
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan