Miðaldadagar á Gásum verða ekki í ár

Frá Miðaldadögum 2019. Mynd: Hörður Geirsson.
Frá Miðaldadögum 2019. Mynd: Hörður Geirsson.

Stjórn Gásakaupstaðar ses og Gásverjar hafa ákveðið í ljósi aðstæðna að aflýsa Miðaldadögum á Gásum í ár.

Síðustu ár hafa um 2.000 manns árlega ferðast aftur til fortíðar þriðju helgina í júlí þegar þeir sækja Miðaldadaga á Gásum í Eyjafirði heim. Í ár verða menn að halda sig í samtímanum en fá tækifæri að ári til að upplifa verslunarstaðinn frá miðöldum á blómatíma hans. Þá verður á ný hægt að kynnast handverki og daglegum störfum frá miðöldum í sviðsmynd verslunarstaðarins á Gáseyrinni þar sem reykur úr pottum fyllir vit, Gásverjar bregða á leik og taktföst högg eldsmiða og sverðaglamur heyrast um allan fjörð.

Gásverjar allir hlakka til að ferðast aftur til fortíðar með ferðaþyrstum gestum helgina 16.-17. júlí 2021

Nánar um Gásir og MIðaldadaga á Gásum á gasir.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan