Merki barnvænna sveitarfélaga Unicef afhent Akureyrarbæ

Frá vinstri: Þura Björgvinsdóttir, Ásthildur Sturludóttir, Bergsteinn Jónsson, Gunnborg Petra Jónsdó…
Frá vinstri: Þura Björgvinsdóttir, Ásthildur Sturludóttir, Bergsteinn Jónsson, Gunnborg Petra Jónsdóttir

Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF afhenti í dag Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra á Akureyri og Gunnborgu Petru Jónsdóttur og Þuru Björgvinsdóttur fulltrúum ungmennaráðs á Akureyri formlega merki Barnvænna sveitarfélaga UNICEF.

Barnvæn sveitarfélög er verkfærakista og líkan sem styður við innleiðingu Barnasáttmálans. Í október 2016 gerðu Akureyrarbær og UNICEF með sér samstarfsyfirlýsingu um að Akureyri yrði fyrsta barnvæna sveitarfélagið á Íslandi. Bæjarstjórn samþykkti í janúar sl. aðgerðaáætlun vegna innleiðingar á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en áætlunin útlistar þau verkefni sem sveitarfélagið ætlar að innleiða til að geta öðlast viðurkenninguna.

Til þess að ná markmiðum Akureyrarbæjar verður allt starfsfólk að vera upplýst um skyldur sínar og nota Barnasáttmálann sem gæðastjórnunartæki í öllu sínu starfi því munu hátt í 200 starfsmenn bæjarins sækja fræðslu í þessari viku til að tileinka sér slíkt vinnulag. Markmið Barnasáttmálans munu þannig endurspeglast í öllu starfi sveitarfélagsins.

Merkið sem um ræðir tengir Akureyri við heimsþekkt vörumerki sem er um leið ákveðin viðurkenning á því gæðastarfi sem fer fram í þágu barna á Akureyri.

Smelltu hér til að skoða aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar 2019 - 2021.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan