Mengun frá skemmtiferðaskipum

Á fundi bæjarráðs þann 19. júlí  var m.a. rætt um mælingar á mengun frá skemmtiferðarskipum.   EFLA verkfræðistofa tók saman stutt minnisblað um niðurstöður loftgæðamælinga Umhverfisstofnunar á Akureyri frá mars  til 11. júlí 2018. 

Niðurstöður mælinga Umhverfisstofnunar sýna að áhrif útblásturs af völdum skemmtiferðaskipa í miðbæ Akureyrar voru mjög lítil og vart merkjanleg, utan við örfáa toppa fyrir þessa mæliþætti sem eru þó allir vel undir heilsuverndarmörkum. Möguleiki er þó á því, sökum þess hve strompar skemmtiferðaskipanna liggja hátt yfir jörðu, að útblásturinn berist hátt upp í andrúmsloftið og mælistöðin við Strandgötu nemi ekki nema að litlu leyti þennan útblástur. Af þessum niðurstöðum er þó hægt að draga þá ályktun að útblástur svifryks, niturdíoxíðs og brennisteinsdíoxíðs frá skemmtiferðaskipum hafi ekki haft heilsufarsleg áhrif á fólk í miðbæ Akureyrar eða allra næsta nágrenni á umræddu mælitímabili.

Skýrsluna má nálgast hérna

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan