Meðal fólksins er vettvangur minn - sýning í tilefni fæðingarafmælis Kristjáns frá Djúpalæk

Í nóvember mun Héraðsskjalasafnið minnast þess að 100 ár eru frá því að Kristján Einarssonar frá Djúpalæk fæddist. Í anddyri Amtsbókasafns og Héraðsskjalasafns verður sýning á skjölum, handritum og bréfum skáldsins og að auki leggur Amtsbókasafn til bækur, tónlist o.fl.

Dregnar verða upp margvíslegar myndir af skáldinu sem ,,ólst upp við fátækt á afskekkri strönd“; sá broslegu hliðina á lífinu og sagði ,,Lífið er kvikmynd, leikin af stjörnum“; kynnti okkur fyrir honum Þórði sem elskaði þilför; sagði okkur frá henni Pílu pínu og  talaði við hrafninn og spurði ,,Hvort ertu svartur fugl eða fljúgandi myrkur?“

Sýningin er opin mán-fös 10-19 og lau 11-16.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan