Matjurtagarðar til leigu í sumar

Líkt og undanfarin ár gefst Akureyringum kostur á að leigja matjurtagarða af sveitarfélaginu í sumar og rækta eigið grænmeti.

Þetta eru um 15 fermetra matjurtagarðar sem hver og einn hefur til umráða, staðsettir við Ræktunarstöðina syðst í bænum, og kostar 4.900 krónur að leigja garð. Innifalið eru leiðbeiningar og ráðgjöf.

Takmarkað magn til úthlutunar

Umsóknarfrestur er til og með 15. mars. Sótt er um á netfangið gardur@akureyri.is eða í síma 460-1108. Í umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala, símanúmer og netfang umsækjanda.

Athugið að takmarkað magn er til úthlutunar, en eftir að umsóknarfrestur rennur út verður lausum görðum úthlutað.

„Risastórar radísur og núvitund“

Matjurtagarðarnir njóta alltaf vinsælda og hefur verið almenn ánægja með þessa þjónustu meðal grænmetisræktenda. Um 250 manns hafa með þessum hætti ræktað hollt og gott grænmeti fyrir sig og sína og um leið notið útiveru í dásamlegu umhverfi.

Stöð 2 fjallaði í fyrrasumar um matjurtagarða Akureyrar undir yfirskriftinni Risastórar radísur og núvitund í vinsælum matjurtagörðumHér er hlekkur á fréttina.

Ræktum eigið grænmeti og stuðlum þannig að kolefnisjöfnun og sjálfbærni.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan