Matjurtagarðar til leigu

Ræktum eigið grænmeti, stuðlum að sjálfbærni og njótum um leið útiveru í dásamlegu umhverfi.
Ræktum eigið grænmeti, stuðlum að sjálfbærni og njótum um leið útiveru í dásamlegu umhverfi.

Líkt og undanfarin ár gefst Akureyringum kostur á að leigja matjurtagarða af sveitarfélaginu í sumar og rækta eigið grænmeti.

Þetta eru um 15 fermetra matjurtagarðar sem hver og einn hefur til umráða, staðsettir við Ræktunarstöðina syðst í bænum, og kostar 4.900 krónur að leigja garð. Innifalið eru leiðbeiningar og ráðgjöf.

Takmarkað magn til úthlutunar

Matjurtagarðarnir eru eingöngu ætlaðir íbúum sem hafa lögheimili á Akureyri.

Umsóknarfrestur er til og með 13. mars

Athugið að takmarkað magn er til úthlutunar, en eftir að umsóknarfrestur rennur út verður lausum görðum úthlutað.