Mannauðsstefna Akureyrarbæjar

Akureyrarbær stendur um þessar mundir fyrir opnum kynningum á helstu stefnum sem bæjarstjórn hefur samþykkt um hina ýmsu starfssemi og málaflokka. Í þessari viku fór Birna Eyjólfsdóttir, forstöðumaður mannauðsdeildar, yfir efnisþætti mannauðsstefnu Akureyrarbæjar. Gildandi mannauðsstefna var endurskoðuð á árinu 2016, uppfærð með tillliti til stjórnsýslubreytinga árið 2017, og gildir til ársins 2020.

Um tilgang stefnunar segir að hún lýsi vilja bæjaryfirvalda til að byggja upp vinnustað þar sem vellíðan starfsfólks er höfð í fyrirrúmi og vinnuumhverfi er heilsusamlegt. Þá sé litið á það sem sameiginlega ábyrgð alls starfsfólks og bæjaryfirvalda að efla vellíðan og velferð í starfi og að vinnustaðir vinni markvisst að heilbrigðum og góðum starfsanda, gagnkvæmri virðingu meðal starfsfólks, góðum samskiptum og vinnugleði.

Í stefnunni er fjallað um leiðir bæjaryfirvalda til að ná markmiðum um starfsánægju, hæfni, árangur og velferð starfsfólks. Hverju undirmarkmiði fylgja síðan ákveðnar aðgerðir og þeir aðilar sem bera ábyrgð á framkvæmd þeirra tilgreindir.

Mannauðsstefna Akureyrarbæjar.

Næsta kynning verður á jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar og fer fram í húsnæði Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar að Þórsstíg 4, þann 13. nóvember kl. 12.15.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan