Málþing um unga fólkið

Mynd: Skapti Hallgrímsson.
Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Miðvikudaginn 23. janúar kl. 17-19 verður haldið málþing um stöðu unga fólksins á Akureyri í Menningarhúsinu Hofi.

Þar kynnir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur frá Rannsóknum og greiningu, niðurstöður rannsóknarinnar "Ungt fólk á Akureyri". Lögreglan kynnir starf sitt í málaflokkum sem snerta ungmenni og Jón Áki Jensson, geðlæknir hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri, flytur erindi um orsakir og afleiðingar vímuefnanotkunar.

Pallborðsumræður verða að loknum erindunum.

Ungmenni, foreldrar, fagfólk og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan