Maíspokum dreift á heimili

Á næstu vikum verður maíspokum dreift á heimili bæjarins en hvert heimili fær að kostnaðarlausu 100 poka á ári.

Pokarnir eru ætlaðir til þess að safna lífrænum úrgangi frá heimilum. Þeir passa vel í grænu körfurnar, þangað sem allir matarafgangar og annar lífrænn úrgangur á að fara. 

Hér er hægt að skoða nánar flokkunarleiðbeiningar Akureyrarbæjar. 

Maíspoka er einnig hægt að kaupa í helstu matvöruverslunum bæjarins sem og hjá Gámaþjónustunni.

 

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan