Loksins aftur ritlistasmiðja Ungskálda

Leiðbeinendur: Fríða Ísberg og Dóri DNA.
Leiðbeinendur: Fríða Ísberg og Dóri DNA.

Ritlistasmiðja Ungskálda 2021 verður haldin laugardaginn 23. október í Menntaskólanum á Akureyri en ekki tókst að halda hana í fyrra vegna Covid-19. 

Að þessu sinni eru leiðbeinendur rithöfundarnir Fríða Ísberg og Dóri DNA. Hér er komið tilvalið tækifæri fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára með áhuga á ritlist til að eflast og fræðast.  Skráning er til og með 21. október.

Samhliða ritlistasmiðjunni er efnt til ritlistakeppni Ungskálda þar sem veitt eru peningaverðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Engar hömlur eru settar á texta, hvorki varðandi efnistök né lengd. Skilyrði er þó að textinn sé á íslensku. Tilvalið er fyrir áhugasama að taka þátt í ritlistasmiðjunni 23. október en þó þurfa þeir sem senda inn verk í keppnina ekki að taka þátt í ritlistasmiðjunni eða öfugt. Lokaskil verka í ritlistakeppnina er 16. nóvember.

Jafnframt er vert að geta þess að nú stendur yfir sýningin Orð unga fólksins á Glerártorgi. Á sýningunni eru þau verk sem hafa unnið til 1. verðlauna í Ungskáldasamkeppninni frá upphafi. Textarnir endurspegla mikla fjölbreytni, mikið hugvit, skarpa hugsun og kraftmikla sköpunargáfu unga fólksins. Sýningin stendur til 25. október.

Allar nánari upplýsingar á ungskald.is.

Ungskáld er verkefni á Akureyri sem gengur út á að efla ritlist og skapandi hugsun hjá ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Verkefnið er hið eina sinnar tegundar á Íslandi.

Í nefnd Ungskálda eru fulltrúar frá Akureyrarstofu, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri, Ungmennahúsinu í Rósenborg og Amtsbókasafninu. Hægt er að senda nefndinni fyrirspurnir á ungskald@akureyri.is.

Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan