Lokanir gatna vegna hjólreiðahelgar 27. og 28. júlí n.k.

Lokun Hlíðarfjallsvegar föstudaginn 27. júlí 2018 kl. 20.30 – 21.30

Keppnisleiðin fer eftir Hlíðarbraut og verður einhver stöðvun á umferð meðan keppendur fara framhjá. Við Síðubraut hefst lokaður vegur að endamarki 1 við bæinn Glerá. Bílum verður hleypt með stýrðri umferð upp Hlíðarfjallsveg áður en fyrstu keppendur mæta, og í hollum þegar engir keppendur eru í braut til að gefa áhorfendum mögulegt að fylgjast með lokaklifri upp í Hlíðarfjall og vera viðstaddir við endamark 2 við Skíðaskála.

Lokun Eyrarlandsvegar og Kaupvangsstrætis laugardaginn 28. júlí 2018 kl. 16.30-18.30

Um er að ræða lokun á vegi á meðan fram fara Brekkusprettir í Gilinu og Kirkjutröppubrun.

Hægt er að skoða dagskrá hjólreiðahelgarinnar á vefsíðu félagsins www.hfa.is og skoða ýtarupplýsingar um hjólaleiðina á "Gagnamót - Race Manual"

 

Lokun Eyrarlandsvegar og Kaupvangsstrætis

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan