Breytingar á lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað

Frá Bæjarlögmanni:

Á fundi bæjarráðs 5. apríl 2018 var samþykkt að heimila íbúum Akureyrarkaupstaðar að gera athugasemdir við breytingar á lögreglusamþykkt sem er í endurskoðunarferli.

Lögreglusamþykktina má nálgast hér og eru efnisbreytingar merktar með gulu. Skjalið er einnig hægt að nálgast í þjónustuanddyri Ráðhússins, Geislagötu 9.

Athugasemdafrestur er til og með 30. apríl 2018. Athugasemdir óskast sendar á netfangið akureyri@akureyri.is, merktar nafni og kennitölu, en einnig er hægt að skila athugasemdum í þjónustuanddyri Ráðhússins.

Í 3. gr. laga um lögreglusamþykkt nr. 36/1988 segir að lögreglusamþykkt skal, eftir því sem þurfa þykir, kveða á um það sem varðar allsherjarreglu, svo sem reglu og velsæmi á og við almannafæri, allt sem lýtur að því að draga úr hættu og óþægindum, greiða fyrir umferð og tryggja öryggi fólks, hvernig stuðla má að góðri umgengni og hreinlæti á almannafæri, opnunar- og lokunartíma veitingastaða, skemmtanahald og hvernig skemmtunum og öðrum samkomum skuli markaður tími, verslun og aðra atvinnu á almannafæri og meðferð dýra til þess að varna því að tjón hljótist af þegar skepnur ganga lausar eða eru í vanhirðu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan