Lögmælt verkefni sveitarfélaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gefið út yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga. Yfirlitinu er ætlað sveitarfélögum til leiðbeiningar við stefnumótun og áætlanagerð, en einnig mun það nýtast ráðuneytinu vegna áætlanagerðar sem því er nú ætlað að sinna vegna málefna sveitarstjórnarstigsins.

Í yfirlitinu eru verkefni sveitarfélaga flokkuð eftir málaflokkum og hvort þau eru lögskyld eða lögheimil. Í lögheimilum verkefnum felst að sveitarfélag hefur svigrúm til þess að ákveða hvort verkefninu er sinnt. Ef sú ákvörðun er tekin gildir um verkefnið tiltekinn lagarammi.

Sjá frétt á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan