Lóðir í Holtahverfi - frestur rennur út 6. október

Hluti af þeim lóðum sem eru lausar til umsóknar.
Hluti af þeim lóðum sem eru lausar til umsóknar.

Frestur til að sækja um 22 nýjar byggingarlóðir í Holtahverfi austan Krossanesbrautar rennur út miðvikudaginn 6. október.

Lóðirnar voru auglýstar 15. september síðastliðinn og er miðað við að flestar þeirra verði byggingarhæfar í byrjun maí 2022 og aðrar í október sama ár. Gert er ráð fyrir að lágmarki 140 íbúðum á lóðunum í fjölbýlis-, rað-, par- og einbýlishúsum.

Áhugasamir uppbyggingaraðilar eru hvattir til að kynna sér málið og sækja um. Hér eru nánari upplýsingar.

Sjá líka vefsvæðið lausar lóðir á heimasíðunni og kortavef Akureyrarbæjar þar sem hægt er að skoða allar lausar lóðir.

Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan