Lóð við Glerárskóla, skólasvæðið við Höfðahlíð, Hlíðarhverfi og Glerárvirkjun – breyting á aðalskipulagi og tillögur að deiliskipulagi

Eftirtaldar skipulagstillögur eru auglýstar samhliða:

Lóð við Glerárskóla - breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 18. júní 2019 samþykkt að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu.
Breyting er gerð á reit S27 þar sem lóð Glerárskóla er stækkuð til vestur vegna byggingar á nýs leikskóla.

Hægt er að skoða tillöguna hér.


Skólasvæðið við Höfðahlíð – deiliskipulagstillaga
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi.
Skipulagssvæðið afmarkast af Höfðahlíð í suðri, Drangshlíð í vestri, Þórssvæði í norðri og Háhlíð í austri. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að afmarkaður er byggingarreitur fyrir nýjan leikskóla með tengingu við suðurhlið núverandi íþróttahúss. Þá er gert ráð fyrir breytingum á núverandi bílastæðum auk nýrra bílastæða á suðvesturhluta svæðisins, með aðgengi frá Drangshlíð.

Hægt er að skoða tillöguna hér og greinargerðina hér.


Glerárgil – neðsti hluti – deiliskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
Skipulagssvæðið afmarkast af Borgarbraut í suðri, Skarðshlíð í vestri, Höfðahlíð í norðri og opnu svæði og Lönguhlíð í austri. Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á afmörkun skipulagssvæðisins í samræmi við nýtt deiliskipulag fyrir skólasvæðið við Höfðahlíð.

Hægt er að skoða tillöguna hér.


Hlíðarhverfi - suðurhluti - deiliskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
Skipulagssvæðið afmarkast af Hörgárbraut í austri, opnu svæði við Glerá í suðri, höfðahlíð og Glerárskóla í vestri og Skarðshlíð og Undirhlíð í norðri . Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á afmörkun skipulagssvæðisins í samræmi við nýtt deiliskipulag fyrir skólasvæðið við Höfðahlíð.

Hægt er að skoða tillöguna hér.


Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum eru til sýnis á 1. hæð í Ráðhúsi Akureyrarkaupstaðar, frá 14. ágúst 2019 til 25. september 2019 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu bæjarins: www.akureyri.is – neðst á forsíðu undir: Auglýstar tillögur
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 25. september 2019 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

14. ágúst 2019
Sviðsstjóri skipulagssviðs

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan