Götulokanir vegna Litahlaups

Litahlaupið (Colour Run) fer fram í miðbæ Akureyrar á laugardag. Af þeim sökum verður nokkrum götum í bænum lokað tímabundið fyrir umferð vélknúinna ökutækja. Gert er ráð fyrir að lokanir hefjist fljótlega upp úr hádegi. Göturnar verða síðan opnaðar aftur þegar hlaupafólkið hefur farið fram hjá og verða allar orðnar greiðfærar ökutækjum aftur vel fyrir kl. 18.

Líkt og í fyrra þá verður rás- og endamark hlaupsins á túninu sunnan við Knattspyrnuvöll Akureyrar og verður hlaupið suður eftir Hólabraut og Túngötu í gegnum miðbæinn um Ráðhústorgið, Skipagötu, Hafnarstræti, Aðalstræti, Naustafjöru, þar sem þátttakendur snúa við og hlaupa nánast sömu leið til baka og endar hlaupið svo við Brekkugötu.

Hlaupaleiðina má sjá myndrænt á meðfylgjandi mynd þar sem einnig má sjá væntanlegar götulokanir en óhjákæmilegt er að loka nokkrum götum í miðbæ Akureyrar á meðan hlaupið stendur yfir. Þær götur sem verða lokaðar vegna The Color Run eru:

  • Brekkugata frá Ráðhústorgi að Klapparstíg
  • Hólabraut
  • Smáragata og Gránufélagsgata við Laxagötu
  • Túngata
  • Bankastígur
  • Strandgata við Geislagötu
  • Skipagata
  • Kaupvangsstræti frá gatnamótum Drottningarbrautar að Hafnarstræti
  • Hafnarstræti
  • Austurbrú
  • Naustafjara
  • Aðalstræti (þar af leiðandi Duggufjara og Búðarfjara)

Viðburðarsvæðið við Akureyrarvöll verður opnað kl. 15 á laugardag með upphitun fyrir hlaupið og ræst verður af stað í hlaupið frá klukkan 16.00.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan