Ljósin tendruð að viðstöddu fámenni vegna Covid-19

Barnakór Akureyrarkirkju söng jólalög.
Barnakór Akureyrarkirkju söng jólalög.

Í kvöld voru ljósin á jólatrénu frá vinabænum Randers í Danmörku tendruð. Venjan hefur verið að efna til samkomu á Ráðhústorgi við þetta tilefni en vegna kórónuveirufaraldursins þótti slíkt ekki koma til greina að þessu sinni.

Fulltrúi frá danska sendiráðinu í Reykjavík, Adam Grønholm, kom ásamt konsúl Dana á Akureyri, Helga Jóhannessyni, til að afhenda tréð með formlegum hætti og veitti Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, því viðtöku.

Adam aðstoðaði síðan dönsk-íslensku systkinin Dagmar Elvíru, 4ra ára, og Erik Valdemar, 6 ára, við að styðja á hnappinn og kveikja ljósin á trénu. Barnakór Akureyrarkirkju undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur söng jólalög þegar tréð færðist í ljósaskrúða.


Fyrr í dag áttu Helgi Jóhannesson og Adam Grønholm stuttan fund með Ásthildi í Ráðhúsinu.


Kveikt hefur verið á ljósunum og kórinn syngur.


Ásthildur og Adam ásamt Dagmar Elvíru og Erik Valdemar við jólaköttinn á Ráðhústorgi.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan