Listin með augum ungmenna

Sigga Ella með þátttakendum á námskeiðinu. Mynd: Almar Alfreðsson.
Sigga Ella með þátttakendum á námskeiðinu. Mynd: Almar Alfreðsson.

Helgina 20.-21. mars fór fram í Listasafninu á Akureyri síðasta listvinnustofa verkefnisins Allt til enda - listvinnustofur barna. Ljósmyndarinn Sigríður Ella Frímannsdóttir (Sigga Ella) bauð ungmennum á aldrinum 12 til 16 ára að skoða heiminn og listina í Listasafninu á Akureyri með auga myndavélarinnar.

Ungmennin tóku virkan þátt í öllu ferlinu, allt frá því að læra á myndavélina, leita sér innblásturs, taka og velja myndir í samstarfi við Siggu Ellu, hengja upp og sýna afraksturinn á sérstakri sýningu sem sett var upp í safnfræðslurými Listasafnsins.

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands og Akureyrarbæ. Þar fá börn á grunnskólaaldri tækifæri til að láta ljós sitt skína á sinni eigin sýningu sem þau búa til og undirbúa frá upphafi til enda. Ljósmyndavinnustofan nýtur einnig sérstaks stuðnings frá Origo og Ljósmyndaprentun.is.

Sýnendur Ljósmyndavinnustofunnar eru:

Emilía Ingibjörg Guðjónsdóttir f. 2008
Grímur Finnsson f. 2007
Hekla Sólveig Magnúsdóttir f. 2006
Jóhanna María Gunnarsdóttir f. 2005
Katrín Karlinna Sigmundsdóttir f. 2008
Númi Kristínarson f. 2008
Oddur Atli Guðmundsson f. 2008
Rebekka Nótt Jóhannsdóttir f. 2007
Þórelfa Grein Gísladóttir f. 2008

Hægt er að sjá sýningu barnanna á Listasafninu til 11. apríl.

Allt til enda er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, Akureyrarstofu og Barnamenningarsjóðs Íslands.

Smellið á myndirnar að neðan til að sjá stærri útgáfur þeirra og fletta á milli.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan