Listaverkefnið RÓT2016 hefst á laugardaginn

Á laugardaginn hefst á Listasumri listaverkefnið RÓT2016 í Listagilinu á Akureyri. Þetta er í þriðja sinn sem RÓT fer fram en þá hittast sjö hópar listafólks á 15 daga tímabili og er unnið meðal annars á sviði myndlistar, tónlistar, leiklistar, ritlistar og kvikmyndalistar. Listgreinum er blandað saman á áhugaverðan og skapandi hátt. Hóparnir skapa óútreiknanleg verk sem eru upphugsuð að morgni og framkvæmd og fullunnin á einum degi. Þannig verður til mikil orka og líf í Listagilinu og áhersla verður lögð á að vera úti og vera áberandi, íbúum og ferðamönnum til ánægju. Fyrir þátttakendur er verkefnið bæði spennandi og krefjandi, þeir vinna undir mikilli tímapressu sem reynir á samstarfshæfni og skapandi hugsun. 

Verkefnið er opið eftir hádegi laugardaga, þriðjudaga og fimmtudaga á tímabilinu 6. - 20. ágúst. Einnig hægt að fylgjast með verkefninu á samfélagsmiðlum s.s. Facebook og heimasíðu þess rot-project.com

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan