Leikhúsbrú - jarðvinna og staurarekstur

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar, fyrir hönd Akureyrarbæjar, óskar eftir tilboðum í jarðvinnu og niðurrekstur staura fyrir brú á Drottningarbrautarstíg.

Helstu magntölur:

  • Endurröðun grjótvarnar um 220 m3
  • Ný grjótvörn um 200 m3
  • Malarfylling flutt til á verkstað um 1000 m3
  • Steypumót um 50 m2
  • Steinsteypa um 10 m3
  • Niðurrekstur harðviðarstaura um 50 stk
  • Verkinu skal að fullu lokið fyrir 31. janúar 2018.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt hjá umsarekstur@akureyri.is frá 25. október 2017.

Tilboðum skal skila á Umhverfis- og mannvirkjasvið, 4. hæð, eigi síðar en fimmtudaginn 9.nóvember kl. 11:00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem þess óska.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan