Leikfélag Akureyrar 100 ára

Í dag, miðvikudaginn 19. apríl, fagnar Leikfélag Akureyrar 100 ára afmæli sínu. Af þessu tilefni verður blásið til afmælisveislu í Samkomuhúsinu þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson heldur erindi, Hundur í óskilum fer með gamanmál og fluttar verða tónlistarperlur úr 100 ára sögu Leikfélagsins ásamt fleiru.
 
Auk þessarar afmælishátíðar eru fjölmargir viðburðir fyrirhugaðir á afmælisárinu. Í haust kemur út afmælisrit þar sem saga félagsins frá 1992 til dagsins í dag er rakin og þá ætlar MAK í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands að standa fyrir veglegri afmælistónlistarveislu á haustmánuðum.

Til hamingju með daginn!
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan