Leik- og grunnskólar eru opnir í dag

Leik- og grunnskólar á Akureyri verða opnir í dag en kennsla fellur niður í Hlíðarskóla norðan bæjarins.

Foreldrar meta sjálfir hvort þeir sendi börn sín í skólann og eru þeir hvattir til að fylgja barni eða aka því í skólann ef ástæða þykir til. Sé barn heima vegna veðurs er nauðsynlegt að tilkynna það til skólans.

Vindaspá á vef Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir ögn skárra veðri á Akureyri en víða annars staðar í landshlutanum, til að mynda á Tröllaskaga út með firði. Sjá hér.

Fylgst verður með stöðunni fram eftir morgni og látið vita ef gera þarf ráðstafanir síðdegis.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan