Laun unglinga í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2020

Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Bæjarráð hefur samþykkt að laun unglinga í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2020 miðist við hlutfall af launaflokki 117 í kjarasamningi Einingar-Iðju og Sambands íslenskra sveitarfélaga og verði sem hér segir:

8. bekkur 30% eða 624 kr./klst.,

9. bekkur 40% eða 832 kr./klst.,

10. bekkur 50% eða 1.040 kr./klst.

Greitt er 13,04% orlof til viðbótar við tímakaup.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan