Langtímaleigusvæði fyrir söluvagna

Í samþykkt Akureyrarkaupstaðar um götu- og torgsölu eru afmökuð svæði í miðbæ þar sem sölustarfsemi utandyra má fara fram. Í samræmi við samþykktina er hér með auglýst eftir umsóknum um langtímaleigusvæði fyrir söluvagna í miðbæ Akureyrar fyrir árið 2017.

Um er að ræða þrjú stæði fyrir söluvagna á tveimur svæðum. Forleiguréttur er í gildi fyrir þessi svæði og hefur umsækjandi sem hefur haft leyfi frá fyrra ári, forgang umfram aðra. Umsækjandi skal vera skuldlaus við Akureyrarkaupstað og skal hafa virt lögreglusamþykkt Akureyrarkaupstaðar og samþykkt þessa við endurumsókn að öðrum kosti fellur forleigurétturinn niður. Útgefin leyfi gilda í 6 eða í 12 mánuði.

Umsækjendur skulu kynna sér samþykktina og fylgiskjöl á slóðinni www.akureyri.is/torgsala, og skila inn eyðublaði Ebl 158 sem hægt er að nálgast á sömu slóð ásamt tilskyldum fylgigögnum.

Umsóknum skal skilað inn skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, eða með tölvupósti á skipulagsdeild@akureyri.is fyrir 20. janúar 2017.

29. desember 2016

Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?