Landsþing ungmennahúsa

Frá Landsþingi ungmennahúsa.
Frá Landsþingi ungmennahúsa.

Landsþing ungmennahúsa á Íslandi var haldið í framhaldskóla Mosfellsbæjar helgina 1.-3. mars sl. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson, setti landsþingið og Ragnheiður Bóasdóttir, sérfræðingur á skrifstofu mennta- og vísindamála í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, ávarpaði unga fólkið. Ungmennahúsið Mosinn í Mosfellsbæ og Samfés, samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, stóðu fyrir landsþinginu og var yfirskrift landsþingsins „Brúum bilið – ungt fólk til áhrifa.

Ungmennahús víðsvegar af landinu áttu fulltrúa á þinginu og þeirra á meðal var að sjálfsögðu Ungmennahúsið á Akureyri. Meðal verkefna var að vinna að skilaboðum til stjórnvalda frá ungu fólki um hvernig hægt sé að bæta menntun og finna lausnir til að kljást við hindranirnar í skólakerfinu.

Frábær stemning var alla helgina og á dagskrá var m.a. rafíþróttasmiðja, tónlistarsmiðja, Menntun fyrir alla: Að ryðja hindrunum úr vegi, Allir flottir, ungt fólk til áhrifa, Lazertag, pizzugerð og fleira skemmtilegt. Landsþingið var í fyrsta sinn opið ungu fólki á aldrinum 16-25 ára þar sem þau gátu komið og verið með án þess að hafa skráð sig fyrirfram.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan