Landshlutasamtök auglýsa eftir framkvæmdastjóra

Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra óska eftir að ráða drífandi einstakling í starf framkvæmdastjóra.

Um er að ræða nýtt og spennandi starf sem gefur réttum aðila tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu og þróun á svæðinu. Starfsstöðvar félagsins verða á fjórum stöðum: Húsavík, Akureyri, Tröllaskaga og Norður Þingeyjarsýslum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Ráðið er í starfið til fimm ára.

Umsóknarfrestur er til og með 6. janúar 2020.

Nánari upplýsingar um starfið má finna hér.

Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra eru landshlutasamtök sveitarfélaga á svæðinu frá Fjallabyggð að Langanesbyggð, að báðum sveitarfélögum meðtöldum. Samtökin urðu til með samruna Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Eyþings. Markmið með starfsemi félagsins er að efla Norðurland eystra sem eftirsótt svæði til búsetu og atvinnu. Félagið skal vera sterkur bakhjarl aðildarsveitarfélaga í sameiginlegum málum þeirra og stuðla að góðu mannlífi, lifandi menningarlífi og öflugri atvinnustarfsemi á starfssvæðinu.

Samtökin leita ekki aðeins að nýjum framkvæmdastjóra heldur einnig að nýju og sterku nafni á félagið. Því hefur verið efnt til nafnasamkeppni og eru íbúar hvattir til að taka þátt. Nánari upplýsingar hér. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan