Kynningarfundur um fjárhagsáætlun – upptaka

Leikskólinn Klappir.
Leikskólinn Klappir.

Vel heppnaður rafrænn kynningarfundur var haldinn í gær, þriðjudag, um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árin 2022-2025.

Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs, fjölluðu um fjárhagsstöðu bæjarins og stærstu verkefnin framundan bæði í rekstri og fjárfestingum. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri stýrði fundinum.

Fundargestum gafst færi á að spyrja bæjarfulltrúa eða bæjarstjóra um fjárhagsáætlunina og starfsemi sveitarfélagsins og komu áhugaverðar spurningar. Meðal annars var spurt um gjaldtöku á bílastæðum, rekstur sveitarfélagsins, gjaldskrár, hugmyndir um sölu á húsnæði Hlíðar og Lögmannshlíðar og helstu áherslur í atvinnumálum.

Þá var einnig rætt um fyrirhugaða breytingu á þjónustu Glerárlaugar. Á fundinum kom fram að þótt nákvæm útfærsla liggi ekki fyrir þá hafi bæjarstjórn ákveðið að draga úr aðgengi almennings að sundlauginni, allavega tímabundið, í hagræðingarskyni. Ekki stendur þó til að loka sundlauginni alfarið.

Ágæt mæting var á fundinn og er öllum fundargestum þakkað fyrir þáttökuna.

Hér að neðan er upptaka frá kynningarfundinum en einnig er hægt að horfa á hann á Youtube með því að smella hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan